Nýr burstabær úr timbur einingum

29/05/2024

Nýr burstabær úr timbur einingum

Nú fer þessu glæsilega verkefni að ljúka. Allt er að smella samann og innan tíðar verða þessi 6 herbergi komin í útleigu á Hliði. Þá er að snúa sér að næstu verkefnum.

Arno sér um allan pakkan. Teikningar og hönnun. Alla jarðvegsvinnu, flutning á einingum á staðinn, uppsetningu, pípulagnir, rafmagn, málningarvinnu og að sjálfsögðu alla smíðavinnu.

Glæsileg bygging, burstabær með nútíma yfirbragði.

Allt gler er þrefalt og vandaðir timbur gluggar.

Þakgluggar koma vel út.

Hér sést stöllun gólfs undir súð.

Parket á gólfum.

Elías Fells

Elías er smiður og stofnandi Arno einingahúsa. Elías hefur áratugareynslu úr byggingariðnaði og hefur starfað í geiranum við góðan orðstír í yfir 30 ár. Þekking, reynsla og að standa við gefin loforð eru einkunnarorð Arno einingahúsa.

Skoða meira...

FLEIRI BLOGG

Við erum dugleg að blogga. Hér getur þú fylgst með nýjungum í byggingariðnaði.