Glæsileg hús frá Urban Flex

29/05/2024

Glæsileg hús frá Urban Flex

Það hefur verið draumur í mörg ár að teikna nýtískulegt hús sem er hannað þannig að garður og íbúð tengist vel. Til þess að gera þennan draum að veruleika höfum við myndað samstarf við Ella Fells í Arno einingahúsum og Andrew og Klöru í AKA Studio Stockholm. Með þeim höfum við þróað hús sem vinnur vel með útivistarsvæðunum og hægt að fá í nokkrum stærðum.

Það er jafnvel möguleiki að stækka það jafnóðum og fjölskyldan stækkar. Urban Flex – Basic er lítið einbýlishús sem getur líka verið stórt, en í sinni stærstu mynd heitir það Urban Flex Panorama. Basic-útfærslan er um 115 m² en því fylgir einnig yfirbyggt bílastæði. Fyrir þá sem vilja meira pláss má bæta við bílskúr, herbergjum og turni. en með öllum viðbótum verður húsið um 245 m².

Hönnun húsins tekur mið af skandinavískum einfaldleika og íslensku veðurfari. Þannig er t.d. þakið sem virðist vera flatt útfært með góðum halla og allt vatn tekið í rennur fyrir utan útveggina. Húsið gerir ráð fyrir aðkomu norðanmegin og útivistarsvæði sunnanmegin sem tengist húsinu með stórum gluggum og glerhurðum.

Að innan eru rýmin opin og björt með hjarta húsins í kringum arinhleðslu, með eldstæði bæði innandyra og utan. Eldhús, borðstofa og stofa tengjast sem ein heild. Góð skyggni eru yfir útisvæðinu og má því snæða þar þó dropi úr lofti og gert er ráð fyrir bekkjum, heitum potti, grillsvæði og kampavínsvegg í öllum útfærslum.

Nútímalegt og bjart húsið hefur yfir sér hlýlegt yfirbragð. Garður og útisvæði tengjast og mynda eina heild þar sem öllu er haganlega fyrir komið. Stórir gluggarnir, rennihurðir ásamt inni- og útieldstæðinu ýta undir þá tilfinningu að innviðir hússins tengist útisvæðinu og séu hluti af sömu heildinni. Það að hönnun útisvæða sé unnin samhliða hönnun hússins gerir heildaryfirbragðið einstakt.

Útsýni og umhverfi eru hluti af húsinu þar sem gert er ráð fyrir samspili húss og umhverfis í gegnum allt hönnunarferlið. Rýmin tengjast innbyrðis á hagkvæman hátt og hver fermetri nýtist til fulls. Eldhús tengist borðstofu þaðan sem opið er inn í stofuna þaðan sem gengið er beint út á pall. Birtan frá umhverfinu lýsir upp húsið og alla innviði þess

Urban Flex – Basic (115 m²), er algjör draumur sem sumarafdrep fjölskyldunnarí sveitinni. Þarna er allt sem þarf til að slaka á í fallegu umhverfi. Fjölskyldurýmið,með eldhúsi, borðstofu og stofu, er stórt og opið. Svefnherbergin tvö eru þægileg,björt og rúmgóð. Húsinu fylgir yfirbyggt bílastæði og geymsla sem aðgengileg erfrá bílastæðinu og garðinum.
Urban Flex – Family (195 m²), er fjögra svefnherbergja einbýli með bílskúr ogaukaherbergi með sérinngangi. Í þessari útgáfu eru alls 3 baðherbergi og því þægilegthús fyrir fjöruga fjölskyldu.
Urban Flex – Panorama (245 m²), er útfærsla með útsýnisturni. Í þessari útgafuer 65 m² þakherbergi með 50 m² yfirbyggðum svölum. Á landsvæðum þar semfjallasýn er mikil getur turninn orðið uppáhalds íverustaður fjölskyldumeðlima.

Urban Flex - Basic

Urban Flex – Basic 119 m² (101m² án útveggja)

Tvö svefnherbergi (12 og 14 m²)

Rúmgott bað með sturtu og þvottavél (8 m²)

Alrými með inngangi, eldhúsi, borðstofu og stofu (58 m²)

Geymsla (9 m²)

Bílskýli og skýli yfir útiborðhaldi (42 m²)

Urban Flex með 2 x stækkun - Family

Urban Flex – Family 203 m2 (176 m² án veggja)

Tvö svefnherbergi (12 og 14 m²)

Rúmgott bað með sturtu og þvottavél (8 m²)

Alrými með inngangi, eldhúsi, borðstofu og stofu (58 m²)

Svefnherbergisstækkun 42 m² (36 m² án veggja):

Tvö svefnherbergi (13 og 13 m²)

Baðherbergi með baðkari (7 m²)

Gangsvæði (3 m²)

Bílskúrsstækkun 55 m² (47 m² án veggja):

Bílskúr (30 m²)

Gestaherbergi með baði (17 m²)

Urban Flex með 2 x stækkun og turni - Panorama

Urban Flex – Panorama 271 m2 (233 m² án veggja)

Svefnherbergi (14 m²)

Rúmgott bað með sturtu og þvottavél (8 m²)

Alrými með inngangi, eldhúsi, borðstofu og stofu (58 m²)

Stigi og skápar undir stiga (12 m²)

Svefnherbergisstækkun 42 m² (36 m² án veggja):

Tvö svefnherbergi (13 og 13 m²)

Baðherbergi með baðkari (7 m²)

Gangsvæði (3 m²)

Bílskúrsstækkun 55 m² (47 m² án veggja):

Bílskúr (30 m²)

Gestaherbergi með baði (17 m²)

Turnstækkun 68 m2 (58 m² án veggja)

Svalir 52 m²

Urban Flex basic
Með turni
Með stækkun og turni

Kynnið ykkur Urban Flex verkefnið hér: Bæklingur

Elías Fells

Elías er smiður og stofnandi Arno einingahúsa. Elías hefur áratugareynslu úr byggingariðnaði og hefur starfað í geiranum við góðan orðstír í yfir 30 ár. Þekking, reynsla og að standa við gefin loforð eru einkunnarorð Arno einingahúsa.

Skoða meira...

FLEIRI BLOGG

Við erum dugleg að blogga. Hér getur þú fylgst með nýjungum í byggingariðnaði.