Raðhús

Raðhús

Bygging raðhúsa úr einingum lækkar kostnað og styttir byggingatíma.

Bygging raðhúsa er hagkvæmur kostur með einingum.

Raðhús úr timbri.

Af hverju einingahús?

Byggingartími einingahúsa er mun styttri en hefðbundinna húsa. Húsið þitt kemur tilbúið til uppsetningar, enginn biðtími vegna raka í steypu og mun fyrr er hægt að hefjast handa við vinnu innanhúss.

Bygging einingahúsa úr timbri er umhverfisvænni en bygging húsa úr steinsteypu. Fyrir það timbur sem notað er við framleiðslu einingahúsa eru mun fleiri tré gróðursett en þau sem felld eru til iðnaðar. Nytjaskógar eru ræktaðir í stórum stíl og mun meira sprettur en er fellt.

Glæsileg vistvæn hús.

Það er heilnæmara að búa í timburhúsi en steinhúsi. Rakastig timburhúsa er mun jafnara en í t.d. steinhúsi. Lægri hitunarkostnaður, betri einangrun og vistvænni búseta og nánast viðhaldsfrítt hús.

Efnisval og viðhald.

Efnisval er ansi fjölbreytt, ber þar fyrst að nefna álklæðningar, flísar, bárujárn og timbur. Eins eru til plötur sem líta út eins og steypa og má mála. Blanda má saman ýmsum efnum eins og flísum og timbri en viðhald hússins fer að sjálfsögðu eftir efnisvali en segja má að húsin séu nánast viðhaldsfrí.

Þrefalt gler.

Gluggar geta verið ál, tré eða plast.

Við hjá Arno leggjum áherslu á persónulega þjónustu og stöndum við gefin loforð. Samstarfsaðilar okkar gera okkur kleift að bjóða heildarþjónustu á byggingariðnaði. Allt frá hugmynd að fullbúnu húsi. Arno er í samstarfi við arkitekta, jarðverktaka, málara, pípulagningarmenn og rafvirkja – allt aðila sem hafa áratuga reynslu og þekkingu á byggingarmarkaði.
Húsin okkar eru frameidd af Prefab í Eistlandi og standast allar gæða- og brunavarnakröfur sem gerðar eru til bygginga á Íslandi. ‍